Til íslenskra lesenda

Vítiseyjan
eftir
Louis-Fréderic Rouquette

Jón Óskar þýddi

Til íslenskra lesenda
Ritverk það sem hér hefur verið þýtt á íslensku er ekki venjuleg ferðabók, heldur skáldleg ferðalýsing eða skáldsaga sem höfundurinn hefur lifað sjálfur, þar sem er raunveruleg ferð hans frá Frakklandi til Íslands og frá Seyðisfirði til Reykjavíkur meðan hesturinn var nær því eina farartækið á landinu. Sagan er með mjög ljóðkenndu ívafi, svo að oft eru setningar einsog órímuð ljóð. Það hefur verið helsta vandamál þýðandans að ná fram þessu skáldlega viðhorfi höfundarins fremur en að hengja sig um of í bókstafsmerkingar. Þannig telur þýðandi sig vera höfundinum trúr, að ljóðmyndir hans fái notið sín eins vel og kostur er.
Þess ber að gæta, þótt litið sé á söguna einsog skáldverk, að höfundur þræðir nákvæmlega þá leið sem hann fór ásamt fylgdarmanni sínum frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og getur um bæi sem hann kemur á og fólk sem hann hittir.
Þar er ekki allt samkvæmt raunveruleikanum, og hef ég því gert um það athugasemdir aftan við þýðinguna, jafnframt því að skrá nokkrar upplýsingar um erlend staða- og mannanöfn sem fyrir koma í bókinni.

Jón Óskar.

Framhald textans fyrsti 1…

In: https://is.wikipedia.org/wiki/Jón_Óskar

Jón Óskar (Ásmundsson) (18. júlí 1921 – 20. október 1998) var skáld og rithöfundur, einn af frumkvöðlum módernisma í íslenskri ljóðagerð og í hópi atómskáldanna svonefndu.

Jón Óskar var fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1940 og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur í nokkur ár. Auk þess lærði hann frönsku á námskeiðum Alliance française í Reykjavík og París og ítölsku á námskeiðum og í einkatímum í Róm, Perugia og Genúa.

Rithöfundarferill Jóns Óskars hófst árið 1941. Hann stundaði einnig önnur störf, var píanóleikari í ýmsum danshljómsveitum á árinum 1946-1956 og ræðuritari á Alþingi 1953-1958. Frá 1958 voru ritstörfin hans aðalstarf. Á árunum 1955-1968 var Jón einn af ritstjórum bókmenntatímaritsins Birtings.

Fyrsta bók Jóns Óskars kom út 1952. Hann samdi einkum smásögur og ljóð, en einnig eina skáldsögu, ferðahugleiðingar og rit sagnfræðilegs eðlis. Á árunum 1969 – 1979 komu út í 6 bindum æviminningar hans um líf skálda og listamanna í Reykjavík á árunum 1940-1960. Jón var einnig afkastamikill þýðandi úr ítölsku og frönsku og þýddi m.a. ljóð eftir Baudelaire, Verlaine og Rimbaud auk verka í óbundnu máli eftir Albert Camus, Carlo Levi, Ignazio Silone, Simone de Beauvoir, George Sand og fleiri.

Kona Jóns Óskars var myndlistarkonan Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá.

Extrait des cahiers de Pandora, n°12

Jón ÓSKAR

(1921-1998)

Né à Akranes. C’est l’un des poètes « atomiques », groupe de poètes « modernistes » célèbre en Islande. Il a écrit un roman, des nouvelles, des articles ainsi qu’une autobiographie.

« J’écris pour glorifier la liberté. Je crois en la bonté humaine, en la tolérance, en l’amour et en la beauté. Je crois en l’art. (…) Je crois que l’homme est un être imparfait et que la littérature est faite pour le lui rappeler. » ( Extrait d’une interview parue dans Libération.)

Skrifað í vindinn, kom út, 1953 ; Nóttin á herðum okkar, 1958 ; Söngvar í næsta húsi, 1966 ; Þú sem hlustar, 1973 ; Næturferð, 1982  ; Hvar eru strætisvagnarnir ?, 1995 ; Ljóð, 1995.

“Toi qui écoutes”, paru chez l’Harmattan.

In https://poesie-nordique.pagesperso-orange.fr/poesie-nordique_fichiers/page0005.htm